Talið að þúsundir nýrra tegunda sjávarlífvera hafi fundist

„Brynvörð Glyphocrangon risarækja“ í krukku, en hún er meðal ótal …
„Brynvörð Glyphocrangon risarækja“ í krukku, en hún er meðal ótal tegunda sem fundust í könnunarleiðangrinum. CHERYL RAVELO

Þúsundir tegunda sjávarlífvera hafa verið uppgötvaðar af hópi sjávarlíffræðinga sem rannsökuðu dýralíf sjávar við eina af eyjum Filippseyja, Panglao. Vísindamennirnir telja margar tegundirnar tilheyra ættum snigla, rækja, krabba og annarra skeld- og lindýra. Rannsóknarhópurinn var skipaður vísindamönnum, tæknimönnum, nemendum og sjálfboðaliðum frá 19 löndum, 80 manns alls, en rannsóknin stóð yfir á árunum 2004-2005 og ber enska heitið Panglao Marine Biodiversity Project.

Margar tegundanna voru ljósmyndaðar og fylgst með þeim, talið að 150-200 skeldýranna séu áður óþekktar tegundir og 1.500-2.000 lindýranna. Nú þarf hins vegar að bera öll þessi dýr saman við þekktar tegundir til að geta gengið fyllilega úr skugga um að þær séu nýjar. Það er langt og leiðinlegt ferli, að því er breska dagblaðið Independent hefur eftir einum vísindamannanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert