Í faðmlögum í 5.000 ár

Reuters

Líklega er um að ræða lengstu faðmlög sem um getur, en talið er að parið sem fornleifafræðingar hafa grafið upp við borgina Mantova á Ítalíu hafi verið í faðmlögum í 5.000 til 6.000 ár. Elena Menotti, sem fer fyrir hópnum sem gróf upp parið segir að tvöfaldar grafir frá þessum tíma séu afar sjaldgæfar, en að aldrei áður hafi verið grafið upp fólk í faðmlögum.

Menotti segir parið nær örugglega vera karl og konu og að þau hafi dáið ung þar sem tennur þeirra séu heilar og lítið slitnar. Segist hún hafa unnið við fornleifauppgröft í 25 ár, en hafi aldrei séð neitt þessu líkt.

Verið er að rannsaka fundinn nú til að ákvarða nákvæmlega hve gömul skötuhjúin voru þegar þau létust og hve lengi þau hafa verið grafin í faðmi hvors annars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert