Í faðmlögum í 5.000 ár

Reuters

Lík­lega er um að ræða lengstu faðmlög sem um get­ur, en talið er að parið sem forn­leifa­fræðing­ar hafa grafið upp við borg­ina Mantova á Ítal­íu hafi verið í faðmlög­um í 5.000 til 6.000 ár. Elena Menotti, sem fer fyr­ir hópn­um sem gróf upp parið seg­ir að tvö­fald­ar graf­ir frá þess­um tíma séu afar sjald­gæf­ar, en að aldrei áður hafi verið grafið upp fólk í faðmlög­um.

Menotti seg­ir parið nær ör­ugg­lega vera karl og konu og að þau hafi dáið ung þar sem tenn­ur þeirra séu heil­ar og lítið slitn­ar. Seg­ist hún hafa unnið við forn­leifa­upp­gröft í 25 ár, en hafi aldrei séð neitt þessu líkt.

Verið er að rann­saka fund­inn nú til að ákv­arða ná­kvæm­lega hve göm­ul skötu­hjú­in voru þegar þau lét­ust og hve lengi þau hafa verið graf­in í faðmi hvors ann­ars.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert