Umfangsmikil tölvuárás hægði á netumferð

Ein um­fangs­mesta tölvu­árás, sem gerð hef­ur verið á innviði nets­ins, hafði áhrif á net­umferð í dag en felldi ver­ald­ar­vef­inn ekki um koll. Að sögn sér­fræðinga var tölv­um víða um heim, sem sýkst hafa af tölvu­veir­um, fjar­stýrt og beitt í netárás­inni.

Banda­ríska heima­varn­aráðuneytið sagði, að netör­ygg­is­deild þess hefði fylgst með af­brigðilegri starf­semi á net­inu. Russ Knocke, talsmaður ráðuneyt­is­ins, sagði að eðli starf­sem­inn­ar hefði ekki verið skil­greynt og netþjón­arn­ir, sem væru í öðrum lönd­um, störfuðu enn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka