Umfangsmikil tölvuárás hægði á netumferð

Ein umfangsmesta tölvuárás, sem gerð hefur verið á innviði netsins, hafði áhrif á netumferð í dag en felldi veraldarvefinn ekki um koll. Að sögn sérfræðinga var tölvum víða um heim, sem sýkst hafa af tölvuveirum, fjarstýrt og beitt í netárásinni.

Bandaríska heimavarnaráðuneytið sagði, að netöryggisdeild þess hefði fylgst með afbrigðilegri starfsemi á netinu. Russ Knocke, talsmaður ráðuneytisins, sagði að eðli starfseminnar hefði ekki verið skilgreynt og netþjónarnir, sem væru í öðrum löndum, störfuðu enn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka