Gmail loks opnað almenningi

Google teygir anga sína víða
Google teygir anga sína víða Reuters

Google hefur loks opnað Gmail netpóstþjónustu sína öllum þeim sem vilja eignast netfang. Hundruð þúsunda manna hafa reyndar notað póstþjónustuna undanfarin misseri, en hingað til hafa aðeins skráðir notendur getað boðið öðrum að eignast netfang hjá Gmail. Póstþjónustan hefur hins vegar nú verið opnuð formlega og getur hver sem er eignast póstfang með um 2,8 gígabæta geymsluplássi.

Meðal ástæðna þess að þjónustan hefur ekki formlega verið opnuð fyrr en nú er að Google, eigandi Gmail hefur átt í erjum við aðila sem telja sig eigendur að vörumerkinu Gmail.

Póstþjónustan má t.a.m. ekki heita því nafni á Bretlandi og gengur þjónustan þar undir nafninu Google Mail. Þá standa yfir málaferli í Þýskalandi, sem raunar hafa ekki farið mjög hátt um nafnið í Þýskalandi, en þýskur áhættufjárfestir að nafni Daniel Giersch skráði fyrir sex árum síðan vörumerkið „G-mail... und die Post geht reichtig ab” (G-mail... og pósturinn fer beint af), og hefur heitið því að láta það aldrei af hendi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert