Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa veitt heimild fyrir því að megrunarpillan alli verði seld þar í landi án lyfseðils og verður hún því fyrsta megrunarpillan sem seld verður í lausasölu. Alli er veikari útgáfa megrunarpillunnar Xenical og verður sú takmörkun á sölu hennar að einungis einstaklingum sem orðir eru átján ára geta keypt hana. Þá skal kaupendum bent á að neyta beri pillunnar samhliða breytingu á matarvenjum og lifnaðarháttum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Pillan er væntanleg í verslanir í Bandaríkjunum í sumar og er gert ráð fyrir að dagskammturinn kosti á bilinu 70 til 150 íslenskar krónur.