Þróa tækni til að lesa hugann

Þýskir, breskir og japanskir vísindamenn hafa fundið upp aðferð til að lesa huga fólks með því að nota háþróaða tölvutækni er greinir mynstur í hlutum heilans, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC.

Vitnað er m.a. í grein í ritinu Current Biology þar sem því er lýst hvernig þátttakendur í rannsóknum voru beðnir um að hugsa ýmist um samlagningu eða frádrátt og í 70% tilfellanna gátu vísindamennirnir lýst því hvað fór fram í huga fólksins. Takist að þróa tæknina verður hægt að nota hana til að hjálpa lömuðum, ef til vill verður líka hægt að senda póst með hugskeytum. Skanni nemur þá óskina og þýðir hana yfir á mál sem tölva getur skilið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert