Farsímasjónvarp virðist vera að ná fótfestu - og þó

Kallasvuo kynnir N77.
Kallasvuo kynnir N77. AP

Farsíma­sjón­varp er miðpunkt­ur 3GSM-ráðstefn­unn­ar í Barcelona, en í mörg ár hef­ur slíkt sjón­varp verið lítið annað en orðagjálf­ur. Mis­mun­andi tækn­istaðlar flækja þó enn mál­in.

En farsíma­fé­lög, -fram­leiðend­ur og efn­isveit­ur leggja áherslu á farsíma­sjón­varp sem nýja tekju­lind þar sem eng­inn vöxt­ur er leng­ur í tekj­um af sím­töl­um og áskrif­end­um í Evr­ópu fer orðið lítið fjölg­andi.

Að þessu sinni ber svo við, að farsíma­eig­end­um standa í raun og veru til boða sjón­varps­út­send­ing­ar í sí­fellt fleiri lönd­um, bæði í Evr­ópu og Asíu. Útsend­ing­ar sem nást í farsíma verða vænt­an­lega í boði í Banda­ríkj­un­um á næst­unni.

Þótt farsíma­sjón­varps­út­send­ing­um og sjón­varps­s­ím­um hafi farið fjölg­andi hef­ur „eng­inn náð að taka markaðinn með áhlaupi“, sagði Nick Lane, grein­ir hjá fyr­ir­tæk­inu In­forma Telecoms & Media. Til að svo geti orðið þarf að fá skorið úr um hversu líf­væn­leg­ir hinir ýmsu verkvang­ar, hug­búnaður og viðskiptalíkön séu.

Olli-Pekka Kalla­svuo, yf­ir­fram­kvæmda­stjóri Nokia, notaði tæki­færið í setn­ing­ar­ræðu sinni og kynnti Nokia N77 sím­ann, sem er marg­miðlun­ar­tæki með 2,4 tommu skjá sem hann sagði að myndi ryða braut­ina fyr­ir farsíma­sjón­varp byggt á svo­kallaðri DVB-H tækni (digital vi­deo broa­dcast-hand­held). Sí­fellt fleiri fjar­skipta­fyr­ir­tæki, sem nú nota GSM tækni, eru far­in að snúa sér að þess­um verkvangi.

Kalla­svuo spáði því að DVB-H markaður­inn myndi ná allt að tíu millj­ón­um seldra síma und­ir lok næsta árs og 20 millj­ón­um árið 2009.

En þótt DVB-H hafi náð nokkru for­skoti hafa fleiri staðlar látið að sér kveða, þar á meðal einn frá Qualcomm, sem kveðst hafa gengið frá samn­ing­um við tvö stærstu farsíma­fé­lög­in í Banda­ríkj­un­um um að þau noti sinn verkvang fyr­ir farsíma­sjón­varps­send­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka