Samsung kynnir heimsins þynnsta farsíma

Samsung Electronics kynnti sex nýja farsíma á kaupstefnunni í Barcelona í dag, þar á meðal síma sem er 5,9 millimetra þykkur og telst vera heimsins þynnsti farsími. Samsung er þriðji stærsti farsímaframleiðandinn, en í fyrra tapaði fyrirtækið markaðshlutdeild.

Samsung kynnti þrjá nýja síma í Ultra II línunni, en í henni eru sérstaklega þunnir símar, og þrjá í Ultra Special línunni, sem í eru margmiðlunarsímar.

Þunnu símarnir nýju, U600, U700 og U100, sem er sá þynnsti, koma á markað á fyrsta ársfjórðungi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka