Ónæmiskerfi þeirra sem finna til óöryggis talið verra en annarra

Vonandi finna Katie Holmes og Tom Cruise til öryggis í …
Vonandi finna Katie Holmes og Tom Cruise til öryggis í sínu hjónabandi, annars gæti það komið niður á ónæmiskerfi stjörnuparsins. Reuters

Finni maður til óöryggis í samskiptum við maka sinn getur það komið niður á ónæmiskerfinu, samkvæmt niðurstöðum ítalskrar rannsóknar. 61 heilbrigð kona var tekin til rannsóknar og kom í ljós að þær sem áttu erfitt með að treysta maka sínum og bindast honum sterkum tilfinningaböndum virtust með verra ónæmiskerfi en aðrar.

Blóðrannsóknir bentu til þessa. Hins vegar tókst rannsakendum ekki að sýna fram á að konurnar veiktust frekar en hinar. Dr. Angelo Picardi, sem fór fyrir rannsókninni, segir að sýnt hafi verið fram á það áður að óöryggi geti tengst heilsufarsvandamálum og hvernig fólki tekst að takast á við aðstæður sem valda streitu. BBC segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert