Stofnandi Wikipedia opnar þrjú net-tímarit

Alfræðiorðabókin Wikipedia er geysivinsæl
Alfræðiorðabókin Wikipedia er geysivinsæl wikipedia.org

Fyr­ir­tækið Wik­ia, sem er í eigu Jimmy Wales, eins stofn­anda al­fræðiorðabók­ar­inn­ar Wikipedia, hef­ur hrint af stað þrem­ur vefj­um á tíma­rits­formi um stjórn­mál, afþrey­ingu og staðbund­in mál. Byggja tíma­rit­in á sömu hug­mynd­um og al­fræðiorðabók­in vin­sæla, þ.e. að not­end­ur skrifi sjálf­ir allt efni sem birt er.

Les­end­ur fá þannig sjálf­ir allt vald rit­stjórn­ar og geta þá skrifað, breytt og birt grein­ar um hugðarefni sín.

Wik­ia keypti á síðasta ári umræðuvef­inn armchairgm.com, þar sem fjallað er um íþrótt­ir, og hafa þar verið gerðar til­raun­ir með að veita not­end­um meira vald til að skrifa eig­in efni og fjalla um það.

Í kjöl­farið var ákveðið að opna þrjá nýja vefi í nafni Wik­ia, þar sem not­end­ur stjórna öllu efni. Á entertain­ment.wik­ia.com eru birt­ar frétt­ir úr skemmt­anaiðnaðinum, um kvik­mynd­ir og sjón­varps­efni, og geta not­end­ur jafnt skrifað frétt­ir, gagn­rýni. Á politics.wik­ia.com er fjallað um stjórn­mál, en á local.wik­ia.com gefst not­end­um kost­ur á að skrifa staðbundn­ar frétt­ir, sá vef­ur er reynd­ar bund­inn við Banda­rík­in, en geta not­end­ur flett upp bæj­um og borg­um eft­ir nöfn­um og póst­núm­er­um.

Wik­ia rek­ur nú þegar nokkr­ar vefsíður á upp­fletti­ritasniði sem byggja á sömu hug­mynd­um og hafa rúm­lega 400.000 grein­ar verið skrifaðar á vefi fyr­ir­tæk­is­ins síðan það var stofnað árið 2004. Má þar nefna tón­list­ar­vef­inn music.wik­ia.com og ferðavef­inn world.wik­ia.com.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert