NASA rannsakar norðurljósin

mbl.is/Jónas Erlendsson

Geim­ferðastofn­un Banda­ríkj­anna, NASA, hyggst skjóta á loft burðarf­laug af gerðinni Delta II á morg­un, föstu­dag, og í flaug­inni verða fimm litl­ir gervi­hnett­ir sem eiga að fara á braut um jörðina til að rann­saka norður­ljós­in næstu tvö árin.

Mark­miðið er að rann­saka hvernig og hvar seg­ul­hvolfs­hviður mynd­ast ná­kvæm­lega í háloft­un­um en þær valda seg­ul­ljós­un­um sem við köll­um norður­ljós eða suður­ljós eft­ir því við hvort heims­skautið þau sjást. Með því að rann­saka or­sak­ir hviðanna geta vís­inda­menn fengið mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar um tengsl jarðar­inn­ar og sól­ar­inn­ar og hvernig seg­ul­hvolfið starfar, að sögn banda­rísku geim­ferðastofn­un­ar­inn­ar.

Seg­ul­hvolfs­hviðurn­ar tengj­ast sól­vind­um, straumi hlaðinna agna, einkum róteinda og raf­einda.

Hluti þess­ara agna kemst inn í seg­ul­svið jarðar, streym­ir í átt að seg­ulskaut­un­um og rekst á loft­hjúp­inn. Ork­an í þess­um ögn­um örv­ar frum­eind­ir og sam­eind­ir sem senda síðan ork­una frá sér sem sýni­legt ljós í háloft­un­um, það er að segja norður­ljós­in eða suður­ljós­in.

Gervi­hnett­irn­ir fimm sem eiga að rann­saka þetta fyr­ir­bæri eru nefnd­ir THEM­IS, sem er skamm­stöf­un á ensku og jafn­framt skír­skot­un til Þem­is­ar, gyðju laga, rétt­læt­is, visku og ráðsnilld­ar í grískri goðafræði, dótt­ur Úranus­ar og Gaiu.

Meira á mbl.is | ít­ar­efni

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka