Mikið sjónvarpsgláp enn skaðlegra en áður var talið fyrir börn

Hætta er á að sjón barna versni horfi þau mikið …
Hætta er á að sjón barna versni horfi þau mikið á sjónvarp mbl.is/Sverrir

Sjónvarpsáhorf getur skaðað börn mun meira heldur en hingað til hefur verið haldið, samkvæmt nýrri rannsókn sem vísindaritið Biologist birtir í dag. Þar segir að áhorfið geti aukið líkur á að sjón versni, offitu, ýtt undir að börn verði kynþroska fyrr en eðlilegt er og að þau fái einkenni einhverfu.

Samkvæmt rannsókninni dregur sjónvarpsgláp úr framleiðslu á hormóninu melatóníni. Melatónín hefur áhrif á svokallaðan líftakt (e. biological rhythm), það er reglubundnar lífeðlisfræðilegar sveiflur. Þannig hefur hormónið meðal annars áhrif á það hvenær sum dýr eru tilbúin til æxlunar og hvenær einstaklingar vissra tegunda leggjast í vetrardvala.

Minni framleiðsla á melatónín getur verið ein af ástæðum þess að stúlkur verða mun fyrr kynþroska í dag heldur en fyrir hálfri öld, samkvæmt rannsókninni sem er unnin af sálfræðingnum Aric Sigman.

En rannsóknin snérist ekki bara um börn og sjónvarpsáhorf þeirra heldur einnig eldra fólk. Samkvæmt rannsókninni eykst hætta á að fá Alzheimer-sjúkdóminn ef fólk á aldrinum 20-60 eykur sjónvarpsáhorf um klukkustund á dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka