Einkaleyfisdeila gæti haft víðtæk áhrif á fyrirtæki sem nýta sér MP3-tæknina

Fjölmörg fyrirtæki notast við MP3-tæknina, s.s. Apple, Microsoft og Creative …
Fjölmörg fyrirtæki notast við MP3-tæknina, s.s. Apple, Microsoft og Creative svo nokkur dæmi séu tekin. Hér sést iPod-spilari frá Apple. Reuters

Fréttir þess efnis að hugbúnaðarrisinn Microsoft hafi verið sektaður fyrir að hafa brotið gegn fyrirtækinu Alcatel-Lucent, sem á einkaleyfi á algrími sem notað er við MP3-þjöppun, gætu haft víðtæk áhrif meðal fyrirtækja í tæknigeiranum.

Að sögn sérfræðinga er talið að úrskurðurinn, sem var kveðinn upp í Bandaríkjunum, gæti leitt til þess að hundruð fyrirtækja, m.a. Apple og RealNetworks, verði krafinn um greiðslur fyrir notkun á algríminu MP3-tækninni.

„Sérhvert þeirra fyrirtækja, sem hafa fengið leyfi fyrir tækninni og tileinkað sér hana, verða að hafa nokkrar áhyggur af þessum úrskurði,“ sagði varaforseti Microsoft, Thomas W. Burt.

Fram kemur á fréttavef BBC að kjarni málsins sé sú spurning hvort greiða eigi Alcatel-Lucent fyrir þá tækni sem sérfræðingar hjá Fraunhofer stofnuninni í Þýskalandi og Bell rannsóknarstofunum, sem er nú í eigu Alcatel, þróuðu á sínum tíma.

Forsvarsmenn Microsoft segja að fyrirtækið eigi ekki að þurfa að greiða Alcatel þókun þar sem það greiddi Fraunhofer stofnuninni 16 milljóna dala leyfisgjald á sínum tíma.

Alcatel heldur því hinsvegar fram, þar sem það hefur átt Bell frá árinu 2003, að Microsoft hefði átt að greiða fyrir sinn hlut í einkaleyfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert