Breskir vísindamenn fara nú fyrir evrópsku vísindaverkefni sem hefur það að markmiði að láta vélmenni eiga í samskiptum við mannfólk. Alls taka sex Evrópuþjóðir, 25 vélmennafræðingar, taugasérfræðingar og þroskasálfræðingar í verkefninu, sem kallast Feelix Growing.
Lola Canamero, sem sér um samræmingu, segir að tilgangurinn sé að smíða vélmenni sem geti „lært af mannfólki og brugðist við á félagslegan og tilfinningalegan hátt sem er viðeigandi.“
Verkefnið mun standa yfir í þrjú ár og kostnaðurinn við það er metinn á 2,3 milljónir evra (rúmar 200 milljónir kr.).
„Tilfinningaheimur mannfólks er afar flókinn en við bregðumst við einföldum merkjum, hlutum sem við sjáum ekki eða tökum ekki eftir, t.d. hvernig einhver hreyfir sig,“ sagði Canamero, sem hefur aðsetur í háskólanum í Hertfordskíri á Englandi.