Knús er hollt

Reuters

Almennilegt faðmlag getur dregið úr hættu á hjartasjúkdómum, að því er ný bandarísk rannsókn sýnir.

Berlingske tidende greinir frá því að vísindamenn við Háskólann í Norður-Karólínu hafi skipt 38 pörum upp í tvo hópa. Helmingur paranna fékk þau fyrirmæli að setjast niður og rifja upp góðar stundir sem þau hefðu upplifað saman, horfa í fimm mínútur á rómantíska kvikmynd og að lokum faðma hvort annað í 20 sekúndur.

Í hinum hópnum sat fólkið eitt síns liðs og hugsaði um hvað það myndi gera ef það hefði daginn alveg fyrir sig sjálft. Eftir það stóð það á fætur og var þannig í tuttugu sekúndur án þess að fá knús.

Að því loknu átti fólkið í báðum hópunum að greina frá upplifun sem leiddi til þess að það varð stressað eða reitt. Meðan á því stóð var blóðþrýstingur og púls fólksins mældur. Í ljós kom að þau pör sem höfðu faðmast mældust með miklu lægri tölur en hinir. Að auki var minna magn af streituhormóninu cortisól hjá þeim sem höfðu knúsast.

Hár blóðþrýstingur og hraður púls eru dæmigerð einkenni streitu. Vísindamennirnir líta því á niðurstöðurnar sem vísbendingu um að pör sem faðmast mikið séu minna móttækileg fyrir streitu og séu þar með í minni hættu á að fá hjartasjúkdóma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert