YouTube ætlar að loka á höfundarréttarvarið efni

YouTube er einn mest sótti vefur heims
YouTube er einn mest sótti vefur heims Reuters

Google hef­ur í hyggju að beita síum til að koma í veg fyr­ir að not­end­ur vefsvæðis­ins YouTu­be, sem er í eigu Google, hlaði inn mynd­brot­um sem vernduð- eru með höf­und­ar­rétti. Eric Schmidt, for­stjóri Google, sagði í viðtali við Reu­ters frétta­stof­una að fyr­ir­tæk­inu sé annt um að standa vörð um hag höf­und­ar­rétt­inda­eig­enda og að á næst­unni verði tek­in í gagnið tækni sem notuð verði til að finna og loka á efni sem ekki er leyfi­legt að birta.

Schmidt vildi ekki nefna ná­kvæma dag­setn­ingu, en sagði einnig að málið sé síður en svo af­greitt þótt slík tækni verði tek­in í notk­un held­ur sé óumflýj­an­lega um að ræða enda­lausa bar­áttu og líkti Schmidt henni við elt­ing­ar­leik katt­ar og músar.

Viacom krafðist þess fyrr í mánuðinum að YouTu­be fjar­lægði rúm­lega 100.000 mynd­brot af vefsíðu sinni eft­ir að samn­ingaviðræðum var slitið um birt­ingu efn­is í eigu fyr­ir­tæk­is­ins.

YouTu­be hef­ur sagt að ekki sé hægt að fjar­lægja efnið á sjálf­virk­an hátt held­ur þurfi efniseig­end­ur að starfa með fyr­ir­tæk­inu að því að vinsa úr höf­und­ar­rétt­ar­varið efni.

Þá er mjög snúið að greiða úr þeim flækj­um sem upp geta komið, t.a.m. geta brot úr sjón­varpsþátt­um inni­haldið tónlist í eigu þriðja aðila, sem þá þarf að semja sér­stak­lega við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert