Umfangsmestu rannsóknum sem gerðar hafa verið í fimmtíu ár á norður- og suður-heimskautunum var formlega hleypt af stokkunum í dag.
„Þetta mun verða grundvallarviðmið í vísinum næstu áratugina,“ sagði Michel Jarraud, framkvæmdastjóri Alþjóðlegu veðurrannsóknastofnunarinnar (WMO), sem styrkir rannsóknirnar ásamt Alþjóðlega vísindaráðinu.
Alls verður veitt 1,5 milljörðum dollara til rannsóknanna, sem gerðar verða næstu tvö árin á um 220 stöðum með þátttöku vísindamanna frá yfir 60 löndum.
Verkefnið nefnist Alþjóðlega heimskautaárið (IPY), en fyrir 50 árum var unnið hliðstætt verkefni.
Jarraud sagði að heimskautin væru „nákvæmar loftvogir“ sem sýndu breytingar í umhverfinu. „Þessi svæði eru mjög viðkvæm fyrir hækkandi hitastigi.“