Umfangsmestu heimskautarannsóknir í hálfa öld hafnar í dag

00:00
00:00

Um­fangs­mestu rann­sókn­um sem gerðar hafa verið í fimm­tíu ár á norður- og suður-heim­skaut­un­um var form­lega hleypt af stokk­un­um í dag.

„Þetta mun verða grund­vall­ar­viðmið í vís­in­um næstu ára­tug­ina,“ sagði Michel Jarraud, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðlegu veður­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar (WMO), sem styrk­ir rann­sókn­irn­ar ásamt Alþjóðlega vís­indaráðinu.

Alls verður veitt 1,5 millj­örðum doll­ara til rann­sókn­anna, sem gerðar verða næstu tvö árin á um 220 stöðum með þátt­töku vís­inda­manna frá yfir 60 lönd­um.

Verk­efnið nefn­ist Alþjóðlega heim­skauta­árið (IPY), en fyr­ir 50 árum var unnið hliðstætt verk­efni.

Jarraud sagði að heim­skaut­in væru „ná­kvæm­ar loft­vog­ir“ sem sýndu breyt­ing­ar í um­hverf­inu. „Þessi svæði eru mjög viðkvæm fyr­ir hækk­andi hita­stigi.“

Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert