Varað við megrunarpillum

Ana Carolina Reston,
Ana Carolina Reston, Reuters

Alþjóðleg lyfjaeftirlitssamtök hafa varað fólk við því að kaupa megrunartöflur sem eru til sölu á netinu. Um ólöglegt efni er að ræða en töflunum er ætlað að auka brennslu og gera neytendur grennri.

Samtökin segja að töflurnar séu lífshættulegar en sífellt fjölgi þeim konum sem vilja grennast og kaupi töflurnar í þeim tilgangi. Viðvörunin var gefin út eftir að brasilíska fyrirsætan Ana Carolina Reston lést. Talið er að fyrirsætan, sem var 21 árs og þjáðist af lystarstoli, hafi tekið inn megrunartöflur og verkjalyf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka