Lenovo innkallar rafhlöður

mbl.is/ÞÖK

Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur innkallað 205.000 fartölvurafhlöður sem framleiddar voru af japanska framleiðandanum Sanyo þar sem þær geta ofhitnað og valdið íkveikju. Þetta er í annað sinn á hálfu ári sem Lenovo, sem er þriðji stærsti tölvuframleiðandi heims hefur þurft að innkalla rafhlöður.

Sanyo hefur varist ásökunum um að rafhlöðurnar séu gallaðar og segja þær aðeins geta ofhitnað ef þær verði fyrir þungu höggi við vissar kringumstæður.

Rafhlöðurnar munu vera aukarafhlöður, sem seldar eru sérstaklega, fyrir ThinkPad fartölvurnar R60, T60, Z60, Z61 og Z61p.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert