Vísindamenn við Bernstein-stofnunina í Berlín í Þýskalandi reyna nú að greina fyrirætlanir manna með því að rannsaka heilastarfsemi þeirra með segulómtæki. Þeir sem taka þátt í verkefninu fá í hendur ýmsar þrautir, t.d. stærðfræðidæmi og þurfa að ákveða hvort nota eigi frádrátt eða samlagningu. Tilraunadýrin vita ekki að í næsta herbergi eru vísindamenn að reyna að „lesa hugsanir“ þeirra, svo að segja.
Vísindamenn hafa til þessa getað greint ákvarðanir manna um að hreyfa sig með tilteknum hætti áður en þeir gera það. Nú segjast vísindamenn við Bernstein stofnunina geta greint ákvarðanir um ákveðnar hugsanir eða hugarleikfimi, þ.e. ekki líkamlega hreyfingu. Nái slík tækni að þróast frekar gæti hún komið að gagni við rannsókn glæpamála, t.d. við yfirheyrslur yfir grunuðum sakamönnum. Siðfræðingar óttast margir að slík tækni bjóði upp á misnotkun valdhafa.