Windows féll aftur á veiruvarnarprófi

Windows Vista er nýjasta stýrikerfið frá Microsoft hugbúnaðarrisanum.
Windows Vista er nýjasta stýrikerfið frá Microsoft hugbúnaðarrisanum. Reuters

Örygg­is­hug­búnaður­inn Live OneCare frá Microsoft féll á prófi sem var ætlað að kanna hversu vel hug­búnaður­inn myndi finna og stöðva óvin­veitt for­rit, þ.e. sem hafa þann til­gang að ráðast á Windows-stýri­kerfið.

OneCare var eini hug­búnaður­inn af 17 veiru­varn­ar­for­rit­um sem féll á próf­inu sem austuríska stofn­un­in AV Comparati­ves stóð fyr­ir, seg­ir á frétta­vef BBC.

Hug­búnaður Microsoft náði aðeins að greina 82,4% af þeim 500.000 veir­um sem það var gert að finna og stöðva.

Þetta er í annað sinn á inn­an við mánuði sem veiru­varn­ar­for­ritið frá Microsoft fell­ur á prófi sem þessu.

Live OneCare er aðals­merki Microsoft þegar kem­ur að veiru­varn­ar­for­rit­um, en eins og með önn­ur veiru­varn­ar­for­rit þá er það hannað til þess að halda óvin­veitt­um hug­búnaði frá tölv­um.

Á árs­fjórðungs­fresti fram­kvæm­ir AV Comparati­ves veiru­varn­ar­próf á helstu veiru­varn­ar­for­rit­un­um til að kanna hvort þau hafi haldið í við þróun tölvu­veira sem er að finna á Net­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert