Fjörefnin banvæn?

E.t.v. er hollast að halda sig við mat úr fersku …
E.t.v. er hollast að halda sig við mat úr fersku og heilnæmu hráefni Kristinn Ingvarsson

Dönsk rannsókn hefur leitt í ljós að neysla á vítamínum sem bætiefnum geti beinlínis verið hættuleg og leitt til dauða. Rannsóknin bendir til þess að neysla á A-vítamíni auki hættu á ótímabærum dauða um 16% og að bætiefnið beta-karótín auki hættuna um 7%.

Samkvæmt rannsókninni, sem birt er í nýjasta tímariti bandarísku læknasamtakanna getur neysla á ýmsum bætiefnum haft mjög slæm áhrif, en á bilinu 10% – 20% Vesturlandabúa taka vítamín reglulega í þeirri trú að þau bæti heilsu og komi í veg fyrir sjúkdóma. Þetta kemur fram á vefsíðu ástralska blaðsins Daily Telegraph.

Dauði rúmlega 230.000 fullorðinna einstaklinga var rannsakaður og var einkum horft til neyslu á A-vítamínu, E-vítamíni og beta-karótíni. Dauðsföll virðast samkvæmt rannsókninni að meðaltali 5% tíðari hjá þeim sem taka fjörefnin en þeim sem ekki tóku þau.

Hefur blaðið eftir prófessornum Luis Vitetta hjá háskólanum í Queensland að niðurstöðurnar séu áhyggjuefni þar sem afar umfangsmikill iðnaður standi að framleiðslu efna sem fólki sé talið trú um að séu heilsusamleg, en reyndin sé að þau séu beinlínis hættuleg .

Þá segir Videtta að minni rannsóknir hafi sýnt fram á að þeir sem taki fjörefni í óhóflegu magni séu í mun meiri áhættu en aðrir. Því sé ráðlegt að fara afar varlega þegar þau eru tekin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka