Lítið gagn í kaffibollanum

Morgunbollinn er sagður gera það gagn eitt að slá á …
Morgunbollinn er sagður gera það gagn eitt að slá á fráhvarfseinkenni mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Kaffi­boll­inn er víst ekki sá bjarg­vætt­ur snemma á morgn­ana, sem marg­ir telja hann vera. Vís­inda­menn við Bristol há­skól­ann í Bretlandi segja nú eft­ir ít­ar­leg­ar rann­sókn­ir á mál­inu að sú orka sem kaffi­drykkju­fólk fær við það að drekka kaffið sitt á morgn­anna, skýrist af því að lík­am­inn losni þar með við syfju­til­finn­ingu sem teng­ist frá­hvarf­s­ein­kenn­um. Lík­am­inn sé ein­fald­lega að kom­ast í eðli­legt horf. Sagt er frá þessu á frétta­vef BBC.

Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar voru kynnt­ar á ráðstefnu bresku nær­ing­ar­stofn­un­ar­inn­ar og sýndu þær að fólk sem ekki drekk­ur kaffi dags dag­lega verði vissu­lega fyr­ir örv­andi áhrif­um af kaffi­boll­an­um, en að þeir sem dag­lega fái sér kaffi­bolla verði fyr­ir litl­um áhrif­um.

Seg­ir í niður­stöðunum að kaffi­drykkju­fólk sé farið að finna fyr­ir væg­um frá­hvarf­s­ein­kenn­um eft­ir að hafa ekki fengið neitt koff­ín yfir nótt­ina, því sé það sila­legt og finni fyr­ir svefndr­unga þegar það vakni, en sú líðan hverf­ur eðli­lega eins og dögg fyr­ir sólu þegar frá­hverf­s­ein­kenn­un­um er eytt.

Bresku kaffi­sam­tök­in (Brit­ish Cof­fee Associati­on) segja niður­stöður vís­inda­mann­anna ekki eiga við nein rök að styðjast og að kaffi­drykkju­fólk sé, líkt og þau hafa hingað til talið, ár­vakr­ara en ella.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka