Microsoft skýtur föstum skotum að Google

Í leitarvélum Google og Microsoft er hægt að lesa brot …
Í leitarvélum Google og Microsoft er hægt að lesa brot úr bókum á netinu.

Microsoft hefur skotið föstum skotum að Google, en Microsoft sakar Google um að brjóta höfundarréttarlög með kerfisbundnum hætti með bókarleitarvél sinni, Google Books Search.

Frá því í desember sl. hefur Microsoft verkefnið Live Search Books gert notendum kleift að fá aðgang að ákveðnum bókum sem heyra ekki lengur undir höfundarréttarlög, segir á fréttavef BBC.

Leitarvél Google gerir notendum hinsvegar kleift að sjá brot úr verkum er njóta höfundarréttar á vefnum.

Lögmaður hjá Microsoft hefur sakað Google um að skerða tekjur rithöfunda með þessu.

Google ráðgerir að skanna milljónir bóka og dagblaða sem eru að finna í bókasöfnum um allan heim og gera efnið aðgengilegt á netinu.

Thomas Rubin, lögmaður hjá Microsoft, hefur hinsvegar sagt að ef Google geri þetta án þess að biðja um leyfi, þá bjóði fyrirtækið einfaldlega upp á það að verða sakað um brot á höfundarréttarlögum.

„Fyrirtæki sem búa ekki til sitt eigið efni, og þéna einvörðungu á efni annarra, græða milljarða í gegnum auglýsingatekjur og vinnslurit,“ sagði Rubin á fundi Samtaka bandarískra útgefenda í New York í gær.

„Google hefur tekið þá afstöðu að það megi afrita allt með frjálsum hætti nema höfundarrétthafinn setji sig í samband við Google og segir þeim að hætta því.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert