Flogið inn í ofsaveður

Veðurfræðingar við mælitæki um borð.
Veðurfræðingar við mælitæki um borð.

Hóp­ur ís­lenskra og er­lendra vís­inda­manna hef­ur und­an­farið rann­sakað vindr­ast­ir við Græn­land og Ísland, og hafa í þeim til­gangi verið á flugi við Græn­landi í mikl­um ill­viðrum.

Þess­um rann­sókna­ferðum lýk­ur á morg­un, en fyrsta ferðin var far­in 21. fe­brú­ar þegar flogið var í 100 feta hæð, eða 33 metr­um, inn í vind­streng við suðurodda Græn­lands þar sem vind­hraði fór í 33 metra á sek­úndu.

Guðrún Nína Peter­sen, doktor í veður­fræði við Há­skól­ann í Aust­ur-Angl­íu, var þess­ari fyrstu ferð og seg­ir hún að vind­streng­ur­inn sem um ræðir mynd­ist þegar aust­an­vind­ur skelli á Græn­landi en kom­ist ekki yfir landið þar sem það sé þarna um 2.000 metra hátt.

Guðrún seg­ir að ekki sé til mikið af mæl­ing­um á þess­um vin­streng. Gervi­tungla­mæl­ing­ar hafi verið gerðar á hon­um, en þær veiti til dæm­is ekki upp­lýs­ing­ar um há­marks­vind­hraða þar sem þær mæli vind­hraða við yf­ir­borð, en viðnám þess dragi úr vind­in­um. Eng­ar upp­lýs­ing­ar séu því fyr­ir­liggj­andi um breyt­ingu á vind­in­um eft­ir hæð eða hver há­marks­vind­hraðinn í strengn­um sé.

Í flug­ferðunum voru veður­stöðvar, líkt og þær sem oft séu send­ar upp í loftið með loft­belgj­um, látn­ar falla og mældu þær í fall­inu hita, vind og raka og sendu þær upp­lýs­ing­ar aft­ur til flug­vél­ar­inn­ar.

Í fyrstu flug­ferðinni voru auk Guðrún­ar Ian Ren­frew, doktor í veður­fræði við Há­skól­ann í Aust­ur-Angl­íu, en hann stjórn­ar verk­efn­inu, og Stephen Outten, sem er doktorsnemi við sama skóla. Einnig voru í ferðinni Kent Moore, pró­fess­or við Há­skól­ann í Toronto, ásamt Carling Hay, doktorsnema við sama skóla, og Tadaya­su Og­hius­hi, sem er nýdoktor við skól­ann.

Að verk­efn­inu starfa vís­inda­menn frá Íslandi, Bretlandi, Kan­ada, Nor­egi og Banda­ríkj­un­um. Auk Guðrún­ar vinna við það ís­lensku vís­inda­menn­irn­ir Jón Eg­ill Kristjáns­son, pró­fess­or við Ósló­ar­há­skóla, og Har­ald­ur Ólafs­son veður­fræðing­ur.

Rann­sókn­irn­ar eru liður í Heim­skauta­ár­inu svo­nefnda, alþjóðlegu og viðamiklu vís­inda­verk­efni sem hófst form­lega í síðasta mánuði og mun standa í tvö ár.

Flogið var á lít­illi fjög­urra hreyfla þotu af gerðinni Brit­ish Aerospace, og seg­ir Guðrún að það hafi að vissu leyti verið óþægi­legt að fljúga í þess­um slæmu veður­skil­yrðum, en það sé ekk­ert hættu­legt. Al­gjört skil­yrði fyr­ir því að þetta sé hægt sé að hafa reynda og góða flug­menn sem maður treysti full­kom­lega.

Vef­ur verk­efn­is­ins

Flogið var í aðeins 33 metra hæð yfir hvítfextum öldum.
Flogið var í aðeins 33 metra hæð yfir hvít­fextum öld­um.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert