Íbúar Hong Kong þeir lífseigustu

Þótt Hong Kong sé talin ein mengaðasta og hávaðasamasta borg heims hafa íbúarnir þar nú skotist í efsta sætið á lista yfir lífslíkur þjóða. Í fyrra tóku karla í Hong Kong 1. sætið af íslenskum karlmönnum og nú hafa konur í borginni skotið þeim japönsku aftur fyrir sig.

Lífslíkur kvenna í Hong Kong eru nú 85,6 ár, í Japan 85,5 ár og á Spáni 83,8 ár. Lífslíkur íslenskra kvenna við fæðingu er 82,8 ár samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Karlar í Hong Kong geta vænst þess að lifa 79,5 ár en lífslíkur íslenskra karla eru 78,9 ár, 78,6 ár í Sviss og 78,56 ár í Japan.

Japanskar konur voru í 21 ár í efsta sæti þessa lista þar til konur í Hong Kong fóru fram úr þeim. Lífslíkur bæði kvenna og karla í Hong Kong hafa aukist um þrjú ár á síðasta áratug. Er bætt heilbrigðisþjónusta og framfarir í lyfjaþróun sagðar helstu skýringarnar á þessari þróun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert