Breskir reykingarmenn taka sér að meðaltali hálftíma pásu á dag til þess að fá sér að reykja, en þetta kemur fram í nýrri könnun. Alls voru 1.000 fullorðnir einstaklingar rannsakaðir og niðurstaðan varð sú að meðalreykingarmaður tekur sér þrjár 10 mínútna pásur á meðan hann er í vinnunni til þess að svala fíkn sinni.
Samkvæmt rannsókn The Benenden Healthcare Society er talið að um 290.000 vinnudagar glatist í Bretlandi ár hvert reykingarmenn á vinnustöðum taka sér reykingarpásu.
Rannsakendurnir segja að reykingarpásur valdi deilum á mörgum vinnustöðum, að því er fram kemur í frétt BBC.
Reykingarmenn á Norður-Bretlandi taka sér flestar pásur, en aðeins 13% þeirra komast í gegnum daginn án þess að fá sér „smók“.
Til samanburðar má nefna að um tæpur þriðjungur reykingamanna frá miðhéruðum Englands og 20% reykingarmanna í suðrinu geta komist í gegnum vinnudaginn án þess að reykja.
Þá kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að sumir starfsmenn hafi tekið sér allt að sjö reykingarpásur yfir daginn.