Breskir reykingarmenn taka sér hálftíma reykingapásur frá vinnu á dag

Fram kemur í rannsókninni að meðal reykingarmaður í Bretlandi taki …
Fram kemur í rannsókninni að meðal reykingarmaður í Bretlandi taki sér þrjár 10 mínútna reykingapásur frá vinnu á dag. mbl.is/Árni Sæberg

Bresk­ir reyk­ing­ar­menn taka sér að meðaltali hálf­tíma pásu á dag til þess að fá sér að reykja, en þetta kem­ur fram í nýrri könn­un. Alls voru 1.000 full­orðnir ein­stak­ling­ar rann­sakaðir og niðurstaðan varð sú að meðal­reyk­ing­armaður tek­ur sér þrjár 10 mín­útna pás­ur á meðan hann er í vinn­unni til þess að svala fíkn sinni.

Sam­kvæmt rann­sókn The Ben­end­en Healt­hcare Society er talið að um 290.000 vinnu­dag­ar glat­ist í Bretlandi ár hvert reyk­ing­ar­menn á vinnu­stöðum taka sér reyk­ingarpásu.

Rann­sak­end­urn­ir segja að reyk­ingarpás­ur valdi deil­um á mörg­um vinnu­stöðum, að því er fram kem­ur í frétt BBC.

Reyk­ing­ar­menn á Norður-Bretlandi taka sér flest­ar pás­ur, en aðeins 13% þeirra kom­ast í gegn­um dag­inn án þess að fá sér „smók“.

Til sam­an­b­urðar má nefna að um tæp­ur þriðjung­ur reyk­inga­manna frá miðhéruðum Eng­lands og 20% reyk­ing­ar­manna í suðrinu geta kom­ist í gegn­um vinnu­dag­inn án þess að reykja.

Þá kem­ur fram í niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar að sum­ir starfs­menn hafi tekið sér allt að sjö reyk­ingarpás­ur yfir dag­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert