Vísindamenn segjast hafa fundið hormónið sem veldur unglingaveiki

Það getur verið erfitt að vera unglingur ef skapsveiflurnar eru …
Það getur verið erfitt að vera unglingur ef skapsveiflurnar eru miklar. Reuters

Það hefur löngum verið vitað að skapsveiflur hjá unglingum megi rekja til breytinga á hormónastarfsseminni, en nú hafa vísindamenn fullyrt að þeir hafi fundið það hormón sem gerir marga unglinga svo hviklynda.

Fram kemur í frétt BBC að rannsóknarteymi hjá Ríkisháskólanum í New York hafi fundið hormón sem hefur það verkefni að sefa áhyggjur og kvíða hjá fólki. Hjá unglingum er þessu hinsvegar öfugt farið.

Vísindamennirnir halda því fram, í grein sem birt er Nature Neuroscience, að það sé mögulega hægt að snúa við þessum áhrifum hjá unglingum.

Þá bæta þeir því við að rannsóknin ætti að hjálpa foreldrum og kennurum að skilja unglinga.

Þeir segja að hormón, sem kallast THP, losni venjulega í líkama fólks sem viðbragð við streitu.

Alla jafna hefur það róandi áhrif á fólk, en það vinnur á þeim stöðum í heila fólks sem sefar heilastarfssemina hjá fullorðnu og hjá börnum sem hafa ekki náð kynþroska. Það hjálpar fólki við að takast á við streitu.

Vísindamennirnir í New York, sem gerðu tilraunir á músum, segja hinsvegar að umrætt hormón rói ekki unglingana heldur valdi þeim meiri streitu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert