Farsímar af þriðju kynslóð þegar í verslunum

Verið er að taka þriðju kynslóð farsíma í notkun víða um þessar mundir og voru tilboð vegna tíðniheimilda fyrir tæknina opnuð hjá Póst- og fjarskiptastofnun í gær. Fjölmargir nýir möguleikar opnast með tækninni nýju, flestir tengdir stóraukinni gagnaflutningsgetu. Það eru þó ekki allir sem vita að flestir þeir símar sem keyptir eru í dag eru þegar búnir undir hina meintu byltingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka