Tölvuleikir ekki lengur bara fyrir börn og unglinga

Wii leikjatölvan hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum.
Wii leikjatölvan hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. AP

Tölvu­leik­ir eru ekki bara fyr­ir börn og ung­linga leng­ur. Í nýrri könn­un kem­ur fram að 37% full­orðinna Banda­ríkja­manna, sem fara á netið, eiga leikja­tölvu heima hjá sér og þá eiga 16% þeirra ferðal­eikja­tölv­ur, t.d. PSP frá Sony. Þetta kem­ur fram í könn­un sem Niel­sen/​NetRat­ings greindi frá í gær.

Meiri­hluti leikja­tölvu­eig­end­anna, eða 71%, eru gift­ir og þá eiga tveir þriðju þeirra a.m.k. eitt barn.

„Nú þegar leikja­tölv­ur verða sí­fellt full­komn­ari þá hafa fjöl­skyld­ur inn­leitt þær sem hluta af miðlamiðstöðinni á heim­ili sínu, en þar má einnig finna sjón­varpið, sta­f­rænt upp­töku­tæki, sta­f­ræn­an tón­list­arspil­ara og einka­tölv­una,“ seg­ir Carolyn Creek­more, sem er sér­fræðing­ur í fjöl­miðlagrein­ingu hjá Niel­sen//​NetRat­ings.

Microsoft og Sony markaðssetja Xbox 360 og PlayStati­on 3 leikja­tölvurn­ar sem miðlamiðstöð þar sem hægt er að spila tölvu­leiki, hlusta á tónlist og skoða mynd­ir. Sam­keppn­in er gríðarlega hörð enda er tölvu­leikja­markaður­inn met­inn á 30 millj­arða dali á heimsvísu.

Sony hafa veðjað á að PS3 verði komið fyr­ir í stof­um fólk, en í leikja­tölv­unni er Blu-ray háskerpu DVD-spil­ari. Í Banda­ríkj­un­um kost­ar grip­ur­inn á milli 500 til 600 doll­ara, en verðið fer eft­ir stærð harða disks­ins.

Nin­t­endo kepp­ir einnig við Xbox 360 og PS3, en nýja vél­in frá þeim er ein­fald­ari í sniðum og henni fylg­ir sér­stak­ur stýri­pinni sem nem­ur hreyf­ing­ar fólks. Nin­t­endo hafa fengið mjög já­kvæð viðbrögð við stýri­pinn­an­um, bæði frá þeim sem spila tölvu­leiki reglu­lega sem og öðrum. Þá hafa þeir náð til fólks sem hef­ur aldrei áður spilað tölvu­leiki.

Nin­t­endo Wii leikja­tölv­an kost­ar 250 dali og er því helm­ingi ódýr­ari en Xbox 360, og í janú­ar var Wii mest selda leikja­tölv­an í Banda­ríkj­un­um.

Xbox 360 leikjatölvan frá Microsoft.
Xbox 360 leikja­tölv­an frá Microsoft. AP
PS3 leikjavélin
PS3 leikja­vél­in Sony
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert