Loftslagsbreytingar munu hafa minni áhrif á fjölbreytileika dýrategunda á jörðinni en hingað til hefur verið haldið samkvæmt nýrri danskri samanburðarrannsókn sem greint er frá í bandaríska tímaritinu Bioscience. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar mun það ekki hafa umtalsverð áhrif á fjölbreytileika dýralífs ákveðinna svæði þótt hitastig þar hækki eða lækki um 5 gráður. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Niðurstaðan m.a. fengin með því að bera saman ýmsar fyrirliggjandi upplýsingar um áhrif loftslagsbreytinga á dýralíf og er niðurstaða hennar m.a. rökstudd með því að á síðustu ísöld en tiltölulega fáar dýrategundir dáið út. Þá segja vísindamennirnir vara vísindamennirnir við því að fækkun dýrategunda verði að ósekju rakin til loftslagsbreytinga. Mun meiri líkur sé að rekja megi þá þróun til annarra umhverfisþátta sem auðveldara sé að bregðast við ef loftslagsbreytingunum, sé pólitískur vilji fyrir því á alþjóðavettvangi.
„Útlit er fyrir að loftslagsbreytingarnar á jörðinni hafi minni áhrif á dýralíf en hingað til hefur verið talið. Dýralíf jarðarinnar stendur hins vegar frammi fyrir öðrum mun alvarlegri ógnum. Það er því mikilvægt að stjórnmálamenn forgangsraði verkefnum rétt og taki réttar ákvarðanir varðandi verndun dýrategunda,” segir Henrik Saxe, aðalráðgjafi dönsku samtakanna Institut for Miljøvurdering, um niðurstöðuna. Rannsóknin er unnin af hópi danskra vísindamanna sem hafa unnið að henni í þrjú ár.