Vísindamenn sem skoðað hafa myndir frá geimfarinu Odyssey telja sig hafa fundið innganga að sjö hellum á yfirborði Mars. Hellarnir eru í hlíðum eldfjallsins Arsia Mons og eru nægilega djúpir svo að gólf þeirra sjást ekki frá hellismununum.
Fréttavefur BBC segir frá því að þetta hafi verið kynnt á tungl- og reikistjörnurástefnu sem nú stendur yfir í Houston í Bandaríkjunum.
Vísindamennirnir segja uppgötvunina afar merkilega þar sem slíkir hellar geti mögulega verndað frumstæðar lífverur frá ör-loftsteinum, útfjólublárri geislun og öðru sem herjar á yfirborð mars og gerir reikistjörnuna ólífvænlega.