Segja Google vera að þróa farsíma

Google er að þróa eigin farsíma, að því er heimildamenn í farsímaheiminum fullyrða, og talsmaður Google staðfesti að fyrirtækið væri að „kanna“ möguleika á því. Fregnir herma að síminn eigi að verða ódýr, nettengdur sími með breiðan litaskjá.

Dagblöð og blogg hafa greint frá því undanfarið að Google hafi sýnt hönnunina nokkrum símaframleiðendum í Asíu og sé þar að leita að samstarfsaðila.

Ekki er langt síðan væntanlegur sími frá Apple, svonefndur iPhone, fangaði athygli tækjaáhugamanna, en nú hafa þeir beint sjónum sínum að hinum meinta Google-síma. „Við þurfum að sjálfsögðu á að halda öðrum dularfullum farsíma til að velta vöngum yfir, og hinn svonefndi Google-sími er kjörinn kandídat,“ sagði á „tækjanördavefnum“ Engadget fyrr í mánuðinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert