Á ársfundi danskra kúabænda á dögunum, flutti doktorsneminn Jehan Ettema erindi um kyngreint sæði og efnahagslega þýðingu á notkun þess. Búnaðurinn sem notaður er til greiningarinnar kemur frá bandaríska fyrirtækinu XY inc. í Colorado. Þetta kemur fram á vef Landssbands kúabænda.
Boðið hefur verið upp á kyngreint sæði á Bretlandseyjum frá árinu 2000. Nýlega var farið að bjóða þennan möguleika í Danmörku og fjallaði erindið um áhrif kyngreinds sæðis á efnahag búanna, að gefnum ákveðnum forsendum. Helstu forsendur voru mishátt hlutfall kvígna og kúa sem sæddar voru með kyngreindu sæði og hversu oft kæmi til greina að nota kyngreint sæði á hverja kú.