Fartölvan tekur við af borðtölvunni

Það er varla algengt að tölvueigendur noti fartölvu og borðtölvu …
Það er varla algengt að tölvueigendur noti fartölvu og borðtölvu samtímis mbl.is/ÞÖK

Allt stefnir í að seldar fartölvur verði fleiri en borðtölvur árið 2011, þetta kemur fram í skýrslu sem greiningafyrirtækið IDC hefur gert og sagt er frá á fréttavef BBC. Borðtölvur seljast enn betur en fartölvur og er búist við að sala á þeim muni enn halda áfram að aukast næstu árin. Söluaukning fartölva er þó margföld á við borðtölvurnar og er því þess skammt að bíða að þær verði fleiri en borðtölvurnar.

Á síðasta ári seldust 82 milljónir nýrra fartölva og nærri 140 milljónir borðtölva í heiminum. Sala á fartölvum jókst um rúmlega 26% frá árinu áður, en aukning í sölu á borðtölvum var innan við 2%. Fartölvan hefur reyndar tekið fram úr borðtölvunni m.a. í Bandaríkjunum, en árið 2005 seldust þar í fyrsta skipti fleiri fartölvur en borðtölvur.

Meðal ástæðna þess að fartölvur seljast betur nú eru sagðar auknar kröfur um hreyfanleika starfsfólks, og stóraukna útbreiðslu á þráðlausu netsambandi. Könnunin leiddi í ljós að 80% fartölva sem eru í notkun eru búnar þráðlausu netkorti og að 88% fartölvunotenda notuðust við þráðlaust net á heimilum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert