Slóðin á vef sem helgaður er hverfi í þorpi í Wales er meðal lengstu vefslóða í Evrópu, alls 63 stafir, sem er hámarkslengdin sem leyfileg er. Slóðin er skráð hjá EURid, fyrirtækinu sem sér um nýja evrópska .eu lénið.
Welska þorpið heitir Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch, og vefslóðin er www.llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogochuchaf.eu - en vefurinn er helgaður ákveðnum hluta þorpsins.
Fleiri hafa skráð slóðir í hámarkslengd, þar á meðal Þjóðverji sem skráði thisisthelongesteuropeandomainnameallovertheworldandnowitismine.eu.