Talandi hraðbankar í Ósló

Þögull hraðbanki á Íslandi.
Þögull hraðbanki á Íslandi.

Hraðbankar í Ósló eru nú farnir að tala, og er þessi þjónusta einkum ætluð blindum, sem hafa fagnað henni. Samtök blindra og sjónskertra í Noregi tóku þátt í þróun þessarar nýju tækni, og voru fyrstu tveir talandi hraðbankarnir opnaðir í miðborginni nú í vikunni.

Tveir verða væntanlega opnaðir í Bergen á næstunni, en markmiðið er að allir hraðbankar verði með þessum búnaði.

Kristin Ruud, fulltrúi Samtaka blindra og sjónskertra, sagði að til að heyra það sem bankarnir segja þurfi maður sérstök heyrnartól sem stungið sé í samband við bankann. Er þetta gert til að enginn annar en viðskiptavinurinn heyri upplýsingarnar.

Frá þessu greinir fréttavefur Aftenposten.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka