Bloggið gæti spillt fyrir

Það er ekki nóg að mæta í pússuðum skóm og í betra tauinu og hlýða at­hug­ul á fyr­ir­spurn­ir í at­vinnu­viðtal­inu, all­ur und­ir­bún­ing­ur­inn gæti orðið til einskis ef bloggið kem­ur upp um gaml­ar synd­ir og heimskupör.

Breska dag­blaðið The Daily Tel­egraph gerði þetta að um­tals­efni í gær en þar er vísað til könn­un­ar fyr­ir­tæk­is­ins Via­deo hjá yfir 600 at­vinnu­veit­end­um og 2.000 starfs­mönn­um sem af­hjúpi hætt­ur bloggs­ins. Kom þar fram að um fjórðung­ur at­vinnu­veit­enda hef­ur hafnað a.m.k. einni um­sókn vegna vafa­samra upp­lýs­inga úr einka­lífi á blogg­inu. Um 59 pró­sent sögðu slík­ar upp­lýs­ing­ar skipta máli.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert