Keppt í SMS-sendingum

mbl.is/

Fyrsta op­in­bera keppn­in í SMS-skrif­um fer fram í Los Ang­eles á morg­un, og hlýt­ur sá sem hraðast skrif­ar og hef­ur fæst­ar vill­ur 10.000 doll­ara í verðlaun (660.000 krón­ur) og rétt til þátt­töku í úr­slita­keppni í New York. Ekki verður heim­ilt að nota vin­sæl­ar skammstaf­an­ir og stytt­ing­ar í keppn­inni.

150 manns hafa þegar skráð sig til keppn­inn­ar, og verður kepp­end­um skipað í hópa og þurfa að skrifa fyr­ir­sett­an texta villu­laust. Skipu­leggj­end­ur keppn­inn­ar, LG Electronics, vænta þess að fleiri eigi eft­ir að skrá sig í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert