Keppt í SMS-sendingum

mbl.is/

Fyrsta opinbera keppnin í SMS-skrifum fer fram í Los Angeles á morgun, og hlýtur sá sem hraðast skrifar og hefur fæstar villur 10.000 dollara í verðlaun (660.000 krónur) og rétt til þátttöku í úrslitakeppni í New York. Ekki verður heimilt að nota vinsælar skammstafanir og styttingar í keppninni.

150 manns hafa þegar skráð sig til keppninnar, og verður keppendum skipað í hópa og þurfa að skrifa fyrirsettan texta villulaust. Skipuleggjendur keppninnar, LG Electronics, vænta þess að fleiri eigi eftir að skrá sig í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert