Framkvæmdastjórn ESB gerir enn athugasemdir við viðskiptahætti Apple

Evrópusambandið hefur ítrekað gert athugasemdir við viðskiptahætti Apple
Evrópusambandið hefur ítrekað gert athugasemdir við viðskiptahætti Apple Reuters

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sakað Apple um að brjóta lög sambandsins með því að innheimta misjafnt verð fyrir þjónustu í iTunes versluninni eftir því hvar hún er seld. Sendi framkvæmdastjórnin Apple og nokkrum tónlistarútgefendum athugasemdir við þetta í dag, en slíkt er fyrsta skrefið í formlegum aðgerðum.

Fyrirtækin hafa nú tvo mánuði til að svara athugasemdunum. Evrópskir neytendur geta aðeins hlaðið niður tónlist af vefsvæði iTunes í því landi sem þeir eru búsettir og er verð misjafnt eftir löndum. Komið er í veg fyrir að notendur kaupi tónlistina annars staðar með því að takmarka sölu við greiðslukort skráð í viðkomandi landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert