50 merkilegustu tækniundrin valin

Netscape þótti byltingarkenndur árið 1994, en þætti líklega heldur takmarkaður …
Netscape þótti byltingarkenndur árið 1994, en þætti líklega heldur takmarkaður í dag

Tíma­ritið PC World, sem fjall­ar um tölv­ur og tækni­mál hef­ur sett sam­an lista yfir bestu tækni­vör­ur sög­unn­ar. Á list­an­um má finna ým­is­legt sem löngu er horfið af skrif­borðum og skjá­borðum tölva, svo sem Apple II heim­ilistölv­una sem kom út árið 1977 og þriðju út­gáfu Photos­hop, sem kom út árið 1994 og þótti gjör­breyta mynd­vinnslu.

Merki­leg­asta var­an að mati tíma­rits­ins er þó Netscape Navigator vafr­inn, sem kom út árið 1994, og er sagður hafa orðið til þess að tölvu­eig­end­ur fóru að sitja við skjá­inn klukku­tím­um sam­an á net­inu. Hluta­fjárút­boð Netscape árið 1995 er svo al­mennt talið marka upp­hafið á hinu svo­kallaða „dot-com” gullæði, þar sem fé var ausið í hvers kyns tæknifyr­ir­tæki vegna of­ur­trú­ar fjár­festa á net­inu.

Fátt bylt­ing­ar­kennt hef­ur komið fram á síðustu árum ef marka má list­ann, því fáar vör­ur fram­leidd­ar eft­ir alda­mót fá sæti á hon­um. Af nýrri upp­finn­ing­um má þó finna iTu­nes, net­versl­un Apple, og iPod-spil­ar­ana, en Nap­ster-hug­búnaður­inn þykir þó merki­legri, enda var hann fyrsti búnaður­inn sem leyfði not­end­um að skipt­ast á gögn­um með sjálf­virk­um hætti án hjálp­ar miðlægs þjóns.

Ýmis­legt á list­an­um hef­ur litla merk­ingu í dag þrátt fyr­ir að hafa breytt tækni­heim­in­um á sín­um tíma, má m.a. nefna Zip-drifið frá Iomega, sem þótti bylt­ing­ar­kennd upp­finn­ing þegar hún kom fyrst fram árið 1994, þar sem hún gerði fólki kleift að flytja allt að hundrað mega­bæti á ein­um disk­lingi.

Annað hins veg­ar stenst fylli­lega tím­ans tönn þrátt fyr­ir tækni­fram­far­ir og breytt viðhorf, tölvu­leik­ur­inn Tetris er í tí­unda sæti list­ans, og þykir jafn áhrifa­ríkt tæki til að drepa tím­ann og hann þótti fyr­ir rúm­um tutt­ugu árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert