Ferðamaður heldur út í geiminn

Simonyi (t.v.) og rússneski geimfarinn Oleg Kotov á blaðamannafundi í …
Simonyi (t.v.) og rússneski geimfarinn Oleg Kotov á blaðamannafundi í gær. Reuters

Bandaríski milljarðamæringurinn Charles Simonyi heldur væntanlega af stað út í geiminn í dag sem ferðamaður, þegar Soyuz-geimfari með hann og tvo rússneska geimfara innanborðs verður skotið á loft frá Baikonur í Kazakstan. Góð vinkona Simonyis, sjónvarpskonan Martha Stewart, er í Baikonur til að kveðja hann.

Simonyi, sem þróaði forritin Word og Excel fyrir Microsoft, og stofnaði síðan sitt eigið hugbúnaðarfyrirtæki, greiddi sem svarar um einum og hálfum milljarði króna fyrir 13 daga geimferð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar sem er á braut um jörðu.

Það var fyrirtækið Space Adventures í Bandaríkjunum sem skipulagði ferðina. Heimsókn Stewarts til Simonyis hefur vakið vangaveltur um að þau séu trúlofuð, en ekkert hefur fengist staðfest í þeim efnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert