Geimferðalangur kominn til alþjóðlegu geimstöðvarinnar

Charles Simonyi áður en hann hélt af stað út í …
Charles Simonyi áður en hann hélt af stað út í geim fyrir tveimur dögum. Reuters

Rússneskt Soyuz-geimskip kom nú síðdegis að alþjóðlegu geimstöðinni en um borð er bandaríski milljarðarmæringurinn Charles Simonyi og tveir rússneskir geimfarar. Bandarískir og rússneskir embættismenn og gestir, þar á meðal bandaríska sjónvarps- og kaupsýslukonan Martha Stewart, fylgdust með því í rússnesku geimferðamiðstöðinni við Moskvu þegar geimfarið tengdist við geimstöðina og fögnuðu vel en Stewart og Simonyi eru vinir.

Simonyi er kerfisfræðingur, sem tók m.a. þátt í að smíða ritvinnslukerfið Microsoft Word. Hann greiddi 25 milljónir dala, jafnvirði um 1,7 milljarða króna, fyrir farið. Er hann fimmti geimferðamaðurinn, sem ferðast með rússneskum geimförum.

Hann kemur til jarðar á ný 20. apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert