Nýr áfangi í baráttunni við krabbamein

Bandarískir vísindamenn hafa fundið erfðavísa, sem tengjast vexti krabbameinsfruma í brjósti og útbreiðslu þeirra til lungnanna. Benda rannsóknir til þess, að með tiltekinni lyfjameðferð sé hægt að koma í veg fyrir að þessir stökkbreyttu erfðavísar myndi æxli og berist í önnur líffæri með blóði eða um sogæðar.

Í tilraun sem gerð var á músum kom í ljós að hægt var að draga verulega úr æxlismyndun með ákveðinni lyfjablöndu, að því er Joan Massague, sem stýrði rannsókninni, sagði við AFP fréttastofuna.

Sagt er frá rannsóknunum í nýjasta hefti tímaritsins Nature. Fram kemur að lyfin, sem notuð voru, séu öll þekkt og sum þeirra séu þegar notuð til að meðhöndla sjúkdóma.

Vefsíða Nature

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert