Þeir sem fóru á vefsíðu fjarskiptafyrirtækisins Vodafone seint í gærkvöldi brá eflaust í brún þegar þeir sáu að í stað venjulegu forsíðunnar mátti sjá óhugnanlega mynd og skilaboð frá kúbverskum tölvuþrjótum sem sögðust hafa brotist inn á vefsvæðið. Að sögn talsmanns fyrirtækisins var búið að koma síðunni í samt horf eftir um hálftíma eftir menn urðu varir við breytinguna. Þá segir hann fyrirtækið ekki hafa borið nein skaða vegna þessa.
Tekið er fram að tölvuþrjótarnir hafi brotist inn á vefsvæði sem sé geymt á ytri vefþjónum, þ.e. sem eru hýstir annarsstaðar. Umrædd árás hafi í rauninni ekki verið annað en „vefsíðu veggjakrot“. Talsmaður Vodafone segir öll mikilvæg gögn vera vel varin og því hafi tölvuþrjótarnir hafi ekki komist yfir neinar viðkvæmar upplýsingar, mikilvæg viðskiptagögn eða valdið neinum alvarlegum usla með árásinni. Þeir hafi einvörðungu náð að skipta út eða breyta html-skjali.
Það var um klukkan 23 í gærkvöldi sem það kom í ljós tölvuþrjótarnir höfðu látið til skarar skríða. Um hálftíma síðar var vefsíða Vodafone komin í samt lag að sögn talsmanns fyrirtækisins. Hann segir málið vera litið alvarlegum augum en tekur fram að það hafi aldrei verið nein hætta á ferðum.