Offitugen fundið

Vís­inda­menn hafa í fyrsta skipti fundið venju­leg­an erfðavísi, sem teng­ist offitu með óyggj­andi hætti. Hver sjötti Evr­ópumaður er með tvö ein­tök af þess­um erfðavísi og viðkom­andi eru að jafnaði 3 kíló­um þyngri en meðalmaður og tvö­falt lík­legri til að þjást af offitu.

Um er að ræða rann­sókn, sem er sagt frá í sænska blaðinu Dagens Nyheter í dag. Þar er haft eft­ir vís­inda­mönn­um, að um sé að ræða mjög mik­il­væg­an áfanga sem gæti leitt til þró­un­ar nýrra og betri lyfja gegn offitu.

Vís­inda­menn­irn­ir vita þó ekki enn ná­kvæm­lega hvaða hlut­verki um­rædd­ur erfðavís­ir gegn­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka