Vísindamenn hafa í fyrsta skipti fundið venjulegan erfðavísi, sem tengist offitu með óyggjandi hætti. Hver sjötti Evrópumaður er með tvö eintök af þessum erfðavísi og viðkomandi eru að jafnaði 3 kílóum þyngri en meðalmaður og tvöfalt líklegri til að þjást af offitu.
Um er að ræða rannsókn, sem er sagt frá í sænska blaðinu Dagens Nyheter í dag. Þar er haft eftir vísindamönnum, að um sé að ræða mjög mikilvægan áfanga sem gæti leitt til þróunar nýrra og betri lyfja gegn offitu.
Vísindamennirnir vita þó ekki enn nákvæmlega hvaða hlutverki umræddur erfðavísir gegnir.