Útgáfu nýjasta stýrikerfis Apple frestað

iPhone síminn er þess valdandi að nýjasta stýrikerfi Apple verður …
iPhone síminn er þess valdandi að nýjasta stýrikerfi Apple verður frestað fram í október. Síminn mun hinsvegar verða settur í sölu í júní skv. áætlun. Reuters

Tæknifyrirtækið Apple hefur ákveðið að fresta útgáfu á nýjasta tölvustýrikerfi fyrirtækisins. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um 3% eftir að Apple greindi frá þessu í gær.

Fyrirtækið segir að nýjasta afurð þess, síminn iPhone sem beðið hefur verið með eftirvæntingu, verði sett í sölu í júní skv. áætlun eftir að síminn hafði staðist vottunarpróf.

Apple segir útgáfu símans vera þess valdandi að fresta verði næstu útgáfu af OS X-stýrikerfinu, sem gengur undir nafninu Leopard, fram í október. Ástæðan sé sú að fyrirtækið hafi þurft að færa til fjármagn til að ljúka iPhone verkefninu.

„Í iPhone er að finna einn þróaðasta hugbúnað sem hefur nokkru sinni verið settur í farsíma, og það að klára hann á tilsettum tíma kostaði sitt. Við höfum þurft að fá að láni suma af lykilstarfsmönnum hugbúnaðarþróunar og gæðaeftirlits Mac OS X,“ segir í yfirlýsingu frá Apple.

Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert