Spánverjar eru þeir sem minnst deila í biðröðum af öllum Evrópuþjóðum og segist þriðjungur nota tækifærið til að daðra við aðra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem sagt er frá á vefsíðu spænska blaðsins El País.
Samkvæmt könnuninni, sem gerð var meðal 5.500 Evrópubúa á vegum fyrirtækisins NCR hefur helmingur Ítala rifist eða stjakað við öðrum í biðröð. Bretar eru litlu skárri, 39% þeirra segist hafa lent í erjum í biðröð og 34% Þjóðverja. Aðeins fjórðungur Frakka hefur lent í illdeilum í biðröð, en Spánverjar eru aftastir í röðinni, aðeins 22% þeirra hafa fyrir því að kýta í röðum.
Þrátt fyrir að Spánverjar reyni margir að vingast við aðra í röðum þá tróna Ítalar þar á toppnum. 81% Ítala segist hafa daðrað, eða reynt að daðra í biðröð.