Penzím vinnur bug á flensuveirum

Dr Jón Bragi Bjarnason á tilraunastofu sinni.
Dr Jón Bragi Bjarnason á tilraunastofu sinni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á húðvörum og úðavökvanum sem framleitt hefur verið undir nafninu Penzim og unnið er úr þorskensímum undir handleiðslu Jóns Braga Bjarnasonar lífefnafræðings við Háskóla Íslands hafa leitt í ljós að Penzím vinnur bug á bæði flensuafbrigðinu H3N2 í mönnum og fuglaflensuafbrigðinu H5N1 í fuglum.

Í tilkynningu frá Retroscreen Virology hjá University of London sem rannsakað hefur virkni Penzíms segir að miklar líkur séu taldar á því að Penzím ráði niðurlögum allra afbrigða af inflúensum með því að rjúfa móttakara á veirunni svo hún geti ekki bundist frumum í mönnum.

Í tilkynningunni segir jafnframt að nú verði ráðist í frekari rannsóknir til að geta dregið fram þennan veirudrepandi þátt í virkni Penzíms.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka