Sala á glóðarperum væntanlega bönnuð í Ontario

Laurel Broten, umhverfisráðherra Ontario, greinir fréttamönnum frá væntanlegu glóðarperubanni.
Laurel Broten, umhverfisráðherra Ontario, greinir fréttamönnum frá væntanlegu glóðarperubanni. Reuters

Sala á hefðbundn­um ljósa­per­um, eða glóðarper­um, verður bönnuð í Ont­ario-fylki í Kan­ada frá og með 2012, og er það liður í víðtæk­um aðgerðum til að draga úr orku­notk­un, að því er yf­ir­völd í fylk­inu greindu frá í vik­unni. Með því að koma í veg fyr­ir notk­un glóðarpera á að draga úr raf­orku­eft­ir­spurn um sex millj­ón­ir mega­vatt-stunda á ári.

Þessi orka sem spar­ast dug­ar fyr­ir 600.000 heim­ili á ári. Stefnt er að því að flúrper­ur, sem nota um 75% minni orku en glóðarper­ur, komi í staðinn fyr­ir all­ar þær 87 millj­ón­ir glóðarpera sem eru í notk­un í Ont­ario.

Fylk­is­stjórn­in mun héðan í frá ein­ung­is kaupa sparper­ur í op­in­ber­ar bygg­ing­ar. Laurel Broten, um­hverf­is­málaráðherra fylk­is­ins, sagði bann við glóðarper­um draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem sam­svari því að 250.000 bíl­ar væru tekn­ir úr um­ferð.

Ont­ario er fjöl­menn­asta fylkið í Kan­ada, en þar eru m.a. borg­irn­ar Toronto og Ottawa. Með þess­um aðgerðum fet­ar fylk­is­stjórn­in í fót­spor ástr­alskra stjórn­valda sem til­kynntu fyr­ir skömmu að þar í landi yrðu glóðarper­ur bannaðar frá og með 2010, og var Ástr­al­ía fyrsta landið í heim­in­um sem ákvað slíkt bann.

Glóðarper­ur hafa lítið breyst síðan Ed­i­son fann þær upp fyr­ir 125 árum. Aðeins um fimm pró­sent ork­unn­ar sem þær þurfa nýt­ist til birtu­gjaf­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka